Eftirfarandi ráðgjafaþjónusta er í boði hjá Elísabetu:
Einstaklings- og fjölskyldumeðferð
Parameðferð/hjónabandsmeðferð
Áfallameðferð og tengslavanda
Ráðgjöf um um samskiptavanda og meðvirkni
Sérhæfð ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur
Vímuefnavandi og skaðaminnkandi inngrip
Sérhæfð þjónusta fyrir foreldra með börn eða verðandi foreldra sem glíma við vanlíðan, geðrænan og/eða vímuefnavanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun til barns
Um Elísabetu:
Elísabet er menntaður fjölskylduráðgjafi, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur en hefur einnig lokið námi í Hugrænni atferlismeðferð. Í gegnum störf sín frá 2008 hefur hún haft tækifæri til að læra og afla sér mikillar reynslu í meðferðarvinnu, þá bæði með fjölskyldum og einstaklingum. Hún leggur mikinn metnað í að mæta einstaklingum á jafningjagrundvelli og af fordómaleysi. Lesa má meira um Elísabetu hér!
Verðskrá
Viðtalstíminn er 50 mínútur. Verð: 18.500 kr.
Forfallagjald er 9.250 kr. og er krafa send í heimabanka ef ekki er afbókað með 12 tíma fyrirvara
Einnig má senda Elísabetu póst hér: elisabet@ufr.is