Fjölbreytt þjónusta hefur aðsetur í húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Þjónustan hefur að markmiði að styðja við fjölskyldur á fjölbreyttan hátt með ráðgjöf, stuðningi og samverustundum og fer fram í rúmgóðum og björtum sal eða í notalegum og heimilislegum herbergjum.

  • Hittumst í hádeginu!

    Hittumst í hádeginu eru vikulegir foreldrahittingar á þriðjudögum kl. 11.30-13.00.

    Það kostar ekkert að koma - og það eru allar fjölskyldur velkomnar - hvort sem þið hafið verið í mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu hjá okkur eða ekki.

    Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast með börnin sín - leyfa þeim að leika sér (eða hvíla sig) á meðan foreldrar spjalla og njóta samveru við aðra foreldra.

  • Nálastunga

    Ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur bjóða upp á nálastungur á meðgöngu og í fæðingu.

    Frekari upplýsingar má finna hér.

  • Nudd hjá Margréti Unni

    Margrét Unnur er ljósmóðir, jógakennari og nuddari sem veitir fjölbreytta þjónustu svo sem meðgöngunudd, nálastungur, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð (cranio), nudd og svæðanudd, heilnudd og Bowen meðferð. Frekar upplýsingar má finna hér!