Brjóstagjafaráðgjöf
Á Fæðingarheimili Reykjavíkur starfa þrír brjóstagjafaráðgjafar sem veita konum sérhæfða ráðgjöf við brjóstagjöf og bjóða upp á námskeið um brjóstagjöf. Konur geta fengið allt að þremur skiptum hjá brjóstagjafaráðgjafa á fyrstu sex mánuðum barnsins í boði Sjúkratrygginga Íslands og þurfa því ekki að greiða fyrir þjónustuna sjálfar. Það er þó alltaf þörf á tilvísun frá ljósmóður í heimaþjónustu, hjúkrunarfræðing eða lækni á heilsugæslu þar sem þau veita fyrstu ráðgjöf og vísa svo áfram á brjóstagjafaráðgjafa, ef þörf krefur.
Ef þörf er á brjóstagjafaráðgjöf eftir sex mánuði hjá brjóstagjafaráðgjafa eða ef þörf er á fleiri en þremur skiptum kostar tíminn 15.000.
Edythe L Mangindin, ljósmóðir og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi
Edythe L. Mangindin
Edythe er ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Auk þess að sinna meðgönguvernd, fæðingarhjálp og heimaþjónustu þá sinnir hún sérhæfðri brjóstagjafaráðgjöf þegar upp koma vandamál við brjóstagjöf.
Edythe kennir einnig námskeið í sal Fæðingarheimilisins um fyrstu dagana eftir fæðingu þar sem lögð er áhersla að grunni að góðri brjóstagjöf. Námskeiðin eru kennd á íslensku og ensku.
Agla Ösp Sveinsdóttir, ljósmóðir og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi
Agla Ösp Sveinsdóttir
Agla Ösp Sveinsdóttir er ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi. Agla sinnir sérhæfðri brjóstagjafaráðgjöf á Fæðingarheimili Reykjavíkur og starfar einnig við meðgönguvernd í heilsugæslunni í Urðarhvarfi og sinnir heimaþjónustu.
Alicja Pawlak, ljósmóðir og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi
Alicja Pawlak
Alicja er ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi sem veitir ráðgjöf um brjóstagjöf á ensku og pólsku. Alicja starfar einnig á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala og sinnir heimaþjónustu í heimahúsi.
Hún kennir einnig námskeið um brjóstagjöf og umönnun nýburans á pólsku í sal Fæðingarheimilis Reykjavíkur.
Bóka má tíma hjá Alicju með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan eða með því að senda henni tölvupóst: alicja@faedingarheimilid.is