Fæðingarheimili Reykjavíkur býður upp á samfellda og einstaklingsmiðaða þjónustu frá kynþroska til breytingaskeiðs. Þú getur leitað til okkar á meðgöngu og í fæðingu, fengið heimaþjónstu og ráðgjöf um brjóstagjöf og einnig fengið ráðgjöf um breytingaskeið.
Hjá okkur verður fjölbreytt starfsemi sem styður við heilbrigði fjölskyldunnar allrar, svo sem fjölskylduráðgjöf, jóga og fleira. Á einum stað getur þú nálgast þjónustu sem þú getur verið viss um að sé veitt af virðingu - frá teymi ljósmæðra og annarra fagaðila sem hafa sett sér það markmið að veita góða fræðslu og þjónustu á þínum forsendum.
Ráðgjafar okkar
Ráðgjafar Fæðingarheimilisins eru Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands, Dr. Helga Gottfreðsdóttir prófessor og námsbrautarstjóri ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og Elínborg Jónsdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem var lokað árið 1995, Dr. Alexander Smárason forstöðulæknir á kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, Dr. Ívar Meyvantsson heilbrigðisverkfræðingur, Daníel Freyr Atlason stofnandi Döðlur studio – hugmynda- og hönnunarfyrirtækis og Eva Dögg Guðmundsdóttir markaðsstjóri Greiðslumiðlunar ehf.