Samstarf við Háskóla Íslands um kennslu og rannsóknir.
Áralöng reynsla stofnenda við ljósmóðurstörf og rannsóknir er sérstaða Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Markmið rannsókna þeirra hjá Háskóla Íslands hefur verið að styrkja barneignarþjónustu á Íslandi og bæta upplifun kvenna af þjónustunni. Lesa má meira um rannsóknir Emmu og Emblu hér!
Öll starfsemi fæðingarheimilisins er byggð á nýjustu rannsóknarniðurstöðum og verður þjónusta fæðingarheimilisins í stöðugri þróun eftir því sem ný þekking verður til.
Dýrmæt tækifæri til rannsókna og nýsköpunar, auk verklegrar kennslu nemenda í ljósmóðurfræði og læknisfræði, skapast á Fæðingarheimili Reykjavíkur.
Dr. Helga Gottfreðsdóttir og Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmæður og prófessorar við námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands eru ráðgjafar Fæðingarheimilis Reykjavíkur og styrkja tengsl Fæðingarheimilisins enn frekar við Háskóla Íslands.