Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir verðandi foreldra til að undirbúa fæðingu, sængurlegu og brjóstagjöf. Markmið námskeiðanna er að styðja við ykkur á jákvæðan, hagnýtan og raunsæjan hátt þegar þið undirbúið ykkur fyrir komu barnsins ykkar. Námskeiðin henta bæði þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni og þeim sem hafa átt barn áður.

Námskeiðin henta öllum fjölskyldum - hvort sem planið er að fæða barnið á Fæðingarheimilinu, heima eða á sjúkrahúsi.

Við bjóðum einnig upp á sömu námskeið á ensku og pólsku.

Eftir að barnið er komið í heiminn bjóðum við einnig upp á námskeið fyrir mæður og pör til þess að styðja við þau á fjölbreyttan hátt. Þessi námskeið eru einungis kennd á íslensku eins og er.

Hér má sjá yfirlit yfir alla næstu viðburði og námskeið hjá okkur eða smella hér til að sjá viðburðadagatalið okkar!

Gjafakortin okkar gilda á öll námskeið!

Alhliða undirbúningur fyrir fæðinguna og fyrstu dagana með barninu þínu.

Næstu námskeið hefjast:

  • 8. janúar kl 17:00-19:00

  • 19. febrúar kl 17:00-19:00

  • 2. apríl kl 17:00-19:00

  • 14. maí kl 17:00-19:00

Þetta er nýtt námskeið sem ljósmæðurnar á Fæðingarheimili Reykjavíkur hafa þróað og sett saman í eitt námskeið allt það besta úr þekktum aðferðum til að undirbúa ykkur sem allra best fyrir fæðingu og foreldrahlutverkið! Dæmi um aðferðir sem þið lærið um eru hypnobirthing, Spinning babies, Fæðing án ótta og fleira.

Á námskeiðinu kemur saman lítill hópur verðandi foreldra sem hittist í þrjú skipti á meðgöngu (einu sinni í viku yfir þriggja vikna tímabil). Þetta fyrirkomulag gerir þér kleift að melta lykilupplýsingar, öðlast dýpri þekkingu, fá svör við spurningum þínum og tengjast öðrum á sömu vegferð og þú.

Hentug tímasetning er frá 28 vikna meðgöngu. Námskeiðið er kennt á íslensku.

Verð 39.900 kr. fyrir parið.

Flest stéttafélög endurgreiða námskeiðsgjaldið. Það er líka möguleiki að skipta greiðslum.

Næsta námskeið hefst 17. febrúar.

Hópurinn hittist fimm sinnum og í þetta skiptið er námskeiðið rafrænt.

Verð: 50.000 kr fyrir parið. Við getum sent ykkur kvittun þannig að þið getið sótt um endurgreiðslu hjá stéttafélagi.

Þetta námskeið er kennt á ensku en stendur að sjálfsögðu öllum til boða.

Námskeiðsgjöld greiðast inn á eftirfarandi reikning: 0537-26-180182. Kt: 180182-3579

Endurheimt - námskeið fyrir mæður

Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja og styðja við mæður eftir fæðingu á fjölbreyttan hátt, á þeirra forsendum. Þátttakendur fá fræðslu og stuðning frá fjórum fagaðilum - ljósmóður, sjúkraþjálfara, kynfræðing og heimspeking/jógakennara. Hópurinn hittist 6 sinnum yfir fimm vikna tímabil.

Næstu námskeið hefjast:

  • 6. nóvember

Verð: 19.900 kr. Við getum sent ykkur kvittun þannig að þið getið sótt um endurgreiðslu hjá stéttafélagi.

Ólafur Grétar heldur námskeið fyrir verðandi feður og feður ungra barna þar sem fjallað verður um mikilvægi sjálfsumönnunnar, hversu þarft sé að móðirin fá góða umönnun og nærgætni og mikilvægi góðrar umönnunar ungabarns. Einnig er fjallað um hvernig styrkja megi parasambandið og undirbúa sig fyrir stóra hlutverkið sem felur í sér nýja stöðu í lífinu og oft óvænt áhrif af ýmsum toga.

Næstu námskeið:

  • 26. apríl 2025, kl. 9:30-12:30

  • 18. maí 2025, kl. 9:30-12:30

Ef verðandi faðir skráir sig einnig á önnur námskeið hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur (Nýtt upphaf - frá fæðingu til fyrstu daga eða Hypnobirthing) þá fæst 20% afsláttur af ódýrara námskeiðinu.

Dásamlegir jógatímar fyrir verðandi og nýjar mæður. Þessir jógatímar henta öllum konum - hvort sem þær stefna að fæðingu á Fæðingarheimili Reykjavíkur eða ekki.

Halla ljósmóðir og Nadia jógakennari kenna alla jógatímana og má finna allar upplýsingar á heimasíðu Yogaljós. Markmiðið er að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan og efla tengingu móður og barns.

Góður tími til að byrja í meðgöngujóga er við 14-15 vikur. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Yogaljós og þar fer einnig fram skráning á námskeið.

Listaakademían býður upp á tónlistarhópa fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til tveggja ára. Reyndur fiðluleikari og kennari leiða tímana þar sem börnin fá tækifæri til að syngja saman og hlusta á lög sem efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Hvert námskeið er einu sinni í viku í mánuð í senn.

Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni þeirra og skráning fer fram hér!

Skyndihjálp og bráð veikindi barna

Bráðaskólinn heldur námskeið um skyndihjálp og bráð veikindi barna. Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir endurlífgun, rétt viðbrögð við köfnun og hvað þarf að hafa í huga þegar ungbörn byrja að borða sjálf, ofnæmi og ofnæmislost, mikilvæg einkenni alvarlegra veikinda, hita og notkun hitalækkandi lyfja, svo fátt eitt sé nefnt. Allir þátttakendur fá að æfa handtökin vel á dúkkum og tími gefst fyrir spurningar og umræður. 

Námskeiðið hentar foreldrum og verðandi foreldrum, sem og öllum öðrum sem umgangast börn.

Þátttakendur fá skírteini frá Bráðaskólanum að námskeiði loknu.

Næstu námskeið:

  • Laugardaginn 25. janúar kl. 10-14 (in English)

  • Laugardaginn 15. mars kl. 10-14

  • Laugardaginn 5. apríl kl. 10-14 (in English)

  • Laugardaginn 26. apríl kl. 10-14

Kennarar eru Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir, og Haukur Smári Hlynsson, svæfingahjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi.

Verð: kr. 12.900 á mann. Við minnum á að athuga styrki hjá stéttarfélögum, hægt er að fá senda kvittun ef óskað er eftir.

 Skráning hér: bradaskolinn.is

Þetta námskeið er fyrir foreldra sem eiga von á barni og/eða eru með ung börn og vilja viðhalda gleðinni, nándinni og kærleikanum og á sama tíma efla parasambandið.

Í nútíma samfélagi fylgir foreldrahlutverkinu og parasambandinu mikið álag. Ágreiningur um tíma er oft mikill því það er ekki mikill tími aflögu og fólk gleymir eða gefur sér ekki tíma til hlúa að sambandinu. Á námskeiðinu verður varpað ljósi á nokka þætti sem algengt er að pör upplifi sem sérstaklega krefjandi og veittur innblástur á ýmis atriði sem geta auðveldað umskiptin og þróað sambandið á jákvæðan hátt samhliða foreldrahlutverkinu.

Næsta námskeið:

  • 2. nóvember kl 11:30

Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni þeirra og skráning fer fram hér!

Námskeiðin bjóða upp á innsýn í þroskann snemma til að auka sjálfstraust foreldra og umönnunaraðila til að skilja vaxandi barn sitt. Snillingafimi hefur verið búin til með þroska barna og sérstakar þarfir þeirra í huga, til að hlúa að og efla vöxt þeirra um leið og virðing er borin fyrir einstaklingsbundnu þroskaferli þeirra og sérstöðu.

Snillingafimi er fyrir börn 5-12 mánaða. Hver tími er 35-40 mínútur.

Næsta námskeið:

  • 24. janúar kl 10:30

Allar upplýsingar má finna á heimasíðu Hreyfilands og skráning fer fram hér!