Nýtt upphaf: frá fæðingu til fyrstu daga

Alhliða undirbúningur fyrir fæðinguna og fyrstu dagana með barninu þínu.

This class is offered in English as well. Read all about it here!

Námskeiðið okkar hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur um fæðingarundirbúning og fyrstu dagana hefur það markmið að styrkja og undirbúa þig fyrir örugga, jákvæða fæðingarupplifun og fyrstu dagana með nýfædda barninu þínu. Námskeiðið sameinar sannreyndar aðferðir til fæðingarundirbúnings, eins og Fæðing án ótta, Spinning Babies, Hypnobirthing og fleira og er hannað og leitt af reyndum ljósmæðrum á Fæðingarheimili Reykjavíkur og kennurum við Háskóla Íslands. Hér höfum við sett saman í eitt námskeið allt það besta úr þessum þekktu aðferðum til að undirbúa ykkur sem allra best fyrir fæðingu og foreldrahlutverkið!

Á námskeiðinu kemur saman lítill hópur verðandi foreldra í þrjár gagnvirkar lotur á meðgöngu. Þetta fyrirkomulag gerir þér kleift að melta lykilupplýsingar, öðlast dýpri þekkingu, fá svör við spurningum þínum og tengjast öðrum á sömu vegferð og þú.

Hvað er innifalið?

Með þátttöku á námskeiðinu færðu aðgang að lokuðum hópi með aukaúrræðum og fróðleik, þar á meðal pökkunarlistum, hollum snakkuppskriftum fyrir fæðinguna og sængurlegu, auk myndbanda með æfingum fyrir fæðinguna og leiddri slökun.

  • Hvað er gott að pakka í tösku fyrir fæðinguna

  • Uppskriftir að hollu og góðu nesti fyrir fæðingu og sængurlegu

  • Myndbönd með æfingum sem þið getið gert á meðgöngu

  • Myndband um leidda slökun sem nýtist ykkur í fæðingu

Fyrir hvern er námskeiðið:

Þetta námskeið er opið öllum foreldrum, hvort sem þetta er fyrsta barnið þitt eða þú ert að leita að upprifjun og dýpri þekkingu. Vertu með okkur til að byggja upp sjálfstraust þitt, öðlast hagnýt verkfæri fyrir fæðinguna og fyrstu dagana og auka jákvætt viðhorf þitt til fæðingar og fyrstu daga barnsins þíns.

Námskeiðið undirbýr ykkur fyrir fæðingu hvar sem þið ætlið að fæða barnið ykkar - á fæðingarheimili, Landspítala eða heima.

Hvernig er námskeiðið skipulagt?

Á þessu námskeiði er myndaður lokaður hópur með 6-8 pörum sem hittast þrisvar sinnum á meðgöngunni.

Hvenær: Þrjú miðvikudagskvöld í röð kl 17.00-19.00

Fjöldi þátttakenda: Takmarkað við 8 pör

Verð: 39.900 kr.

Flest stéttarfélög bjóða upp á endurgreiðslu. Við bjóðum einnig upp á möguleika á greiðsludreifingu.

Staðsetning: Rúmgóður og þægilegur salur Fæðingarheimilis Reykjavíkur með nægu rými til að hreyfa sig og gera æfingar

Skráðu þig núna og búðu þig undir styrkjandi umskipti yfir í foreldrahlutverkið!

Á þessu námskeiði er farið í:

Fæðingarundirbúning: Hagnýt verkfæri til að nýta í fæðingu, skilja fæðingarferlið og takast á við hríðarnar. Þú lærir árangursrík bjargráð og færð tækifæri til að læra og æfa ýmsar stellingar og hreyfingar, slökunaraðferðir, nudd og fleira.

Hlutverk stuðningssaðila: Leiðbeiningar um hlutverk stuðningsaðila þíns og ýmis ráð til að hjálpa ykkur að vinna saman að jákvæðri upplifun, og styrkja parasambandið í leiðinni. Upplýsingar um hvernig stuðningur frá stuðningsaðila geti verið lykilþáttur í jákvæðri fæðingarupplifun þinni og líðan ykkar á fyrstu dögunum eftir fæðingu. 

Umönnun nýbura: Nauðsynlegar upplýsingar um umönnun nýbura þíns fyrstu dagana - næringu, svefn og tengslamyndun. Hagnýt fræðsla til að þú skiljir þarfir barnsins þíns frá fyrsta degi.

Undirbúning fyrir brjóstagjöf: Gagnreynd innsýn í brjóstagjöf og leiðir til að byggja upp sjálfstraust og koma á jákvæðari og farsælli brjóstagjöf.

Námskeiðið er alhliða undirbúningur fyrir fæðinguna og fyrstu dagana með barninu þínu - og eina námskeiðið sem þú þarft!