Snillingafimi

Snillingafimi er ungbarnaleikfimi fyrir börn 5-12 mánaða. Við munum skemmta okkur vel með hreyfingu og tónlist. Foreldrar taka fullan þátt í tímunum með sínu barni svo ég legg til að allir séu klæddir til að hreyfa sig, rúlla, skríða og skemmta sér óhindrað. Við mat á þroska barns er sérstaklega tekið tillit til sjö þátta: Tilfinningagreindar, skynjunar, hreyfifærni, leikni í lausnum, athygli, skilnings, ímyndunar og sköpunar. Snillingafimi er byggð í kringum þessa þætti með það að markmiði að styðja við þroska ungbarna.

Foreldrar öðlast færni til að örva greindarþættina sjö í gegnum æfingar og leiki og fá leiðbeiningar um hvernig á að örva skynfærin, andlega og líkamlegan þroska barnsins.

Námskeiðin bjóða upp á innsýn í þroskann snemma til að auka sjálfstraust foreldra og umönnunaraðila til að skilja vaxandi barn sitt. Snillingafimi hefur verið búin til með þroska barna og sérstakar þarfir þeirra í huga, til að hlúa að og efla vöxt þeirra um leið og virðing er borin fyrir einstaklingsbundnu þroskaferli þeirra og sérstöðu.

Lámarksfjöldi í námskeið er 6 börn. Skráning fer fram hér.

Leiðbeinandi: Krisztina Agueda, hreyfiþjálfi (TSMT frá BHRG í Ungverjalandi) og er með yfir 30 ára reynslu í kennslu

Verð: 11.800kr  (fyrir 4 skipti) eða 3.500kr (fyrir stakt skipti)

Næstu námskeið: Föstudaginn 24.janúar (fjórar vikur í senn) kl. 10:30-11:15