Endurheimt eftir meðgöngu og fæðingu

- Uppbygging á líkama og sál með áherslu á sjálfsmildi -

Næsta námskeið hefst 6. nóvember 2024!

  • Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja og styðja við mæður eftir fæðingu á fjölbreyttan hátt, á þeirra forsendum.

  • Á námskeiðinu fá konur fræðslu og stuðning frá fjórum fagaðilum - ljósmóður, sjúkraþjálfara, kynfræðing og heimspeking/jógakennara.

  • Á námskeiðinu skapast rými fyrir mæður til að hittast og deila reynslu, upplifunum og þekkingu sín á milli. Þær fá þannig tækifæri til þess að vinna að því að endurheimta sjálfa sig og styrkja eftir meðgöngu og fæðingu. Námskeiðið er fyrir þig sem einstakling, móður í mótun.

  • Við höfum sjálfsmildi að leiðarljósi og byggjum námskeiðið upp á samtali og fræðslu í bland við æfingar og verkefni sem þið getið unnið áfram heima.

Fyrir hverja? Námskeiðið hentar öllum konum sem hafa eignast barn á síðustu mánuðum.

Í námskeiðslýsingunni og heiti notum við orðið móðir en vitum þó að ekki allt fólk sem fæðir barn notar orðið móðir fyrir sig. Öll þau sem hafa fætt barn eru velkomin, burtséð frá kyni. Á námskeiðinu verða hámark 12 manns.

Hvar? Námskeiðið er haldið í notalegu umhverfi á Fæðingarheimili Reykjavíkur

Hvenær? Námskeiðið er kennt yfir 5 vikna tímabil. Við hittumst á miðvikudögum kl 11.00-13.00 og einu sinni um kvöldið kl 20.00 (æfingar og slökun). Athugið að kvöldtíminn er í klukkustund.

Hvað kostar? Námskeiðið kostar 19.900 kr. Hægt er að sækja um styrk hjá stéttafélagi fyrir námskeiðsgjöldum. Leggja má námskeiðsgjaldið inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-002492 (kt. 490321-1790).

Dagskrá

  1. Meðganga og fæðing - líðan og upplifun á fyrstu vikum og mánuðum eftir fæðingu. Emma ljósmóðir leiðir umræður þar sem hópurinn kynnist í gegnum sögur um fæðingu og foreldrahlutverkið.

  2. Líkamleg heilsa eftir meðgöngu og fæðingu. Grindarbotn og stoðkerfið. Hildur sjúkraþjálfari leiðir umræður og veitir fræðslu um líkamsbeitingu, líkamsvitund, grindarbotn og stoðkerfið. Farið verður yfir algeng vandamál og lausnir.

  3. Æfingar og slökun. Hildur sjúkraþjálfari leiðir æfingar og slökun. Þessi hluti námskeiðsins er haldinn um kvöld og án barna.

  4. Móðir og kynvera. Hvernig ræktum við okkur sem kynverur samhliða nýju hlutverki, eða erum við kynverur yfir höfuð akkúrat núna? Indíana kynfræðingur leiðir umræður um líkamlegar breytingar, hvernig við finnum tíma fyrir kynlíf, breytta dýnamík í samböndum.

  5. Hvað verður um sjálfið þegar kona verður móðir? Beiting hugans á krefjandi stundum og tenging við eigið sjálf. Elín heimspekingur og jógakennari leiðir umræður, jóga og slökun.

  6. Frjáls tími fyrir samveru og spjall

Spurningar?

Ef þið eruð með spurningar um námskeiðið eða viljið skrá ykkur á póstlista til að fá upplýsingar um næstu námskeið - þá getið þið sent okkur póst hér!

Kennarar námskeiðsins eru fjórir sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í málefnum kvenna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vilja auka við stuðning við konur eftir fæðingu - og hafa sett saman námskeið sem gefur konum einstakt tækifæri til að styrkja sig andlega og líkamlega.

Emma M Swift er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áralanga reynslu af því að leiða hópa kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu auk þess að hafa starfað sem ljósmóðir í nær 15 ár.

Hildur Guðný Ásgeirsdóttir er sjúkraþjálfari og jógakennari. Hún er með doktorspróf í lýðheilsuvísindum þar sem hún hefur rannsakað áhrif streitu og áfalla á andlega og líkamlega líðan.

Indíana Rós Ægisdóttir er sjálfstætt starfandi kynfræðingur. Hún útskrifaðist árið 2020 með meistarapróf í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum en hefur sinnt kynfræðslu fyrir ýmsa hópa frá árinu 2016, eftir að hún lauk BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Elín Ásbjarnardóttir Strandberg útskrifaðist með BA í heimspeki 2023, hefur starfað sem jógakennari frá 2015 og kennt yin jóga með áherslu á beitingu hugans frá 2018.

Umsagnir frá þátttakendum:

“Þetta var það besta sem ég hefði getað gert fyrir sjálfa mig eftir fæðingu”

Námskeiðið var akkúrat það sem ég þurfti á að halda, bæði líkamlega og andlega eftir erfiða meðgöngu og fæðingu. Ég tel að það hafi líka hjálpað mér að finna innri ró og hefur gert móðurhlutverkið í kjölfarið einfaldari

“Fannst ótrúlega gott að heyra bæði allar þessar fæðingarsögur og svo upplifun mæðranna af lífinu eftir að hafa orðið móðir, sem við ræddum í fjórða hittingnum. Fékk líka nokkur góð og nytsamleg ráð hjá Indíönu og auðvitað alltaf hjálplegt að heyra frá sjúkraþjálfara. Tek með mér áfram að muna að hlúa vel að mér og sambandinu mínu, og hvað það er æðislega hjálplegt og gefandi að hitta aðrar mæður til að spjalla. Ég var smá óörugg og var að mikla fyrir mér að mæta í foreldrahittinga en líður núna eins og það sé ómissandi! Hlakka til að mæta í foreldramorgna í fæðingarheimilinu.”

“Ég kom út úr námskeiðinu með meiri mildi gagnvart sjálfri mér, meiri þolinmæðissýn á bataferlið.”