LJÓSMÓÐIR

Hildur Holgersdóttir, RN, RM 

Hildur Holgersdóttir lauk meistaranámi við ljósmóðurfræði árið 2021. Fyrir námið og meðfram því starfaði hún á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. Frá útskrift hefur Hildur starfað á fæðingarvakt Landspítalans, í meðgönguvernd á Heilsugæslunni í miðbæ og sinnt heimaþjónustu meðfram því.

Hildur er einnig menntaður yogakennari með sérhæfingu í meðgöngu- og mömmuyoga. Hún kenndi mömmuyoga um tíma hjá Yogaljós í Fæðingarheimili Reykjavíkur.

Auk þess hefur Hildur gegnt formennsku í nýstofnuðu félagi heimaþjónustuljósmæðra.