Meðgöngujóga

Yogaljós kennir meðgöngujóga í yndislega salnum i Fæðingarheimilinu. Tímarnir eru opnir öllum óléttum konum og gott er að byrja við um 14-15 vikna meðgöngu.

Lögð er áhersla á að flétta inn í jógatímana fræðslu um vellíðan á meðgöngu og í fæðingu. Halla sem er stofnandi Yogaljós er ljósmóðir og jógakennari með víðtæka starfseynslu sem hún nýtir sér til að fræða konur og styðja í átt að betri fæðingu. Í vinnu sinni sem ljósmóðir hefur hún öðlast þá trú að jóga á meðgöngu sé ein besta leiðin til að undirbúa sig fyrir og takast á við fæðingu.

Markmiðið er að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan verðandi móður, stuðla að og efla tengingu móður og barns, og að valdefla konur til þess að fara sterkar og sjálfsöruggar inn í fæðingu.

Skráning fer fram á heimasíðu Yogaljós