DOULA
Paulina Koltan-Janowska, MSc
Paulina styður við pólskar fjölskyldur sem búa á Íslandi. Hún býður upp á fræðslu til undirbúnings fæðingar, bæði einkatíma, námskeið hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur og netnámskeið. Hún fylgir fjölskyldum einnig í fæðingar sem doula. Hún hefur einnig búið til upplýsingar um fæðingu “Fæðing á Íslandi” (pólska: Rodzę na Islandii), þar sem pólskar konur geta nálgast upplýsingar um barneignarferlið á sínu móðurmáli.
Paulina veitir stuðning eftir fæðingu, við aðlögun að foreldrahlutverki og brjóstagjöf. Paulina er einnig hypnobirthing leiðbeinandi, hefur lokið þjálfun í notkun Rebozo og notkun ilmolía á meðgöngu og í fæðingu. Paulina hefur sótt ýmis námskeið til þess að styðja betur við þær fjölskyldur sem hún sinnir, svo sem stuðning við fjölskyldur eftir missi, stuðning við fjölskyldur með erfiða fæðingareynslu og líðan kvenna í sængurlegu. Paulina hefur lokið meistaranámi við Szczecin háskóla í heilbrigðisvísindum. Hún heldur nú áfram að dýpka skilning sinn og færni í málefnum tengdum barneignarferlinu en er nú einnig að læra íslensku við Háskóla Íslands (íslenska sem annað mál).
Paulina vinnur undir merkjum Good Birth (pólska Dobry Poród) því hún trúir því að fæðing geti verið falleg og styrkjandi upplifun. Hún veitir konum innsýn inn í hvernig megi upplifa fæðinguna á jákvæðan hátt, á þeirra forsendum. Hún vinnur að því að minnka fæðingarótta með því að auka fræðslu, vinna gegn mýtum um fæðingarferlið og leggur áherslu á upplýst samþykki. Hún byggir fræðslu sína á gagnreyndri þekkingu um barneignarferlið.
Paulina mun leiða fræðslu og þjónustu við pólskar fjölskyldur á Fæðingarheimili Reykjavíkur.
“Ég hef búið á Íslandi í 7 ár. Þegar ég varð barnshafandi var erfitt fyrir mig að skilja íslenskt heilbrigðiskerfi. Ég var óánægð með magn skimana á meðgöngu og vissi ekki hvar ég gæti leitað mér upplýsinga. Ég bjó á landsbyggðinni og hafði því ekki gott aðgengi að námskeiðum. Meðganga mín var nokkuð strembin og því gat ég ekki hugsað mér að fara til Reykjavíkur til að sækja mér fræðslu. Þrátt fyrir stuðning eiginmanns míns, fannst mér ég vera ein og týnd. Ég saknaði ömmu minnar, mömmu minnar og fjölskyldu minnar í Póllandi.
Síðan hafa liðið nokkur ár og margt hefur breyst. Ég varð móðir, svo doula og síðan leiðbeinandi á fæðingarfræðslu námskeiðum. Ég fékk betri skilning og öðlaðist um leið traust á íslenskum ljósmæðrum. Ég féll algerlega fyrir fæðingarferlinu. Ég hef ákveðið að styðja við konur svo að þeim líði ekki eins og mér leið, að vera týndar. Svo þær hafi einhvern sem þær geta skrifað til, talað við og spurt spurninga. Svo þær hafi möguleika á því að undirbúa sig fyrir fæðinguna á sínu eigin tungumáli og hafi aðgang að námskeiðum á netinu, ef þær þurfa á því að halda.
Ef ég gæti farið tilbaka og farið aftur í gegnum háskólanám, þá myndi ég velja mér að verða ljósmóðir. En mér datt það hreinlega ekki í hug þá. Það var móðurhlutverkið sem breytti mér og sýndi mér hvar ástríða mín liggur. Og það er fæðingin!”

