Skyndihjálp og bráð veikindi barna
Bráðaskólinn heldur námskeið um skyndihjálp og bráð veikindi barna í sal Fæðingarheimilis Reykjavíkur.
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir endurlífgun, rétt viðbrögð við köfnun og hvað þarf að hafa í huga þegar ungbörn byrja að borða sjálf, ofnæmi og ofnæmislost, mikilvæg einkenni alvarlegra veikinda, hita og notkun hitalækkandi lyfja, svo fátt eitt sé nefnt. Allir þátttakendur fá að æfa handtökin vel á dúkkum og tími gefst fyrir spurningar og umræður.
Námskeiðið hentar foreldrum og verðandi foreldrum, sem og öllum öðrum sem umgangast börn.
Þátttakendur fá skírteini frá Bráðaskólanum að námskeiði loknu.
Kennarar eru Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir, og Haukur Smári Hlynsson, svæfingahjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi.
Verð: kr. 12.900 á mann. Við minnum á að athuga styrki hjá stéttarfélögum, hægt er að fá senda kvittun ef óskað er eftir.
Skráning er með tölvupósti á netfangið bradaskolinn@bradaskolinn.is