Við byrjum alltaf á smá samverustund, heilsum hver annari og tökum stöðuna, þú færð tækifæri til deila því ef eitthvað sérstakt er að hrjá þig þessa dagana, og við reynum að setja inn í tímann sérstakar æfingar sem eru góðar fyrir viðkomandi kvilla.
Næst róum við hugan og slökum inn í rýmið, skiljum allt annað eftir fyrir utan jógasalinn
Byrjum svo á öndunaræfingu og mjúkri upphitun.
Síðan förum við að hreyfa okkur, gerum yogastöður sem eru sérstaklega valdar fyrir líkama þungaðra kvenna, stöður sem auka liðleika, styrk, mýkt og einbeitingu.
Við leggjum mikla áherslu á að í gegnum iðkunina horfir þú inn á við, tengist sjálfri þér og barninu þínu.
Við endum alltaf tímann á góðri leiddri slökun, ímyndunarhugleiðslu og/eða Yoga Nidra.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu yogaljos.is