Back to All Events
Við höldum árlega sumarhátíð Fæðingarheimilis Reykjavíkur í annað sinn fyrir fjölskyldur sem hafa verið í þjónustu hjá okkur, samstarfsfólk okkar og vini - og vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Vonandi verður veðrið gott og þá nýtum við garðinn og eigum þar notalega stund saman.
Endilega komið með teppi til að sitja á og eitthvað gott á hlaðborð (pálínuboð) og góða skapið
Ljósmæðurnar leggja til diska, glös og drykki.
Hópmyndataka verður kl 16.00!